Endalaust hægt að raða ofan á blínis

Blínis eru litlar pönnukökur sem eru upprunalega frá Rússlandi, en hafa náð vinsældum víða um heim. Blínis eru frábær grunnur í snittur, og hægt að útfæra á endalausa vegu með mismunandi áleggi, allt frá hefðbundnum rússneskum styrjuhrognum að sýrðum rjóma og sultu.

Margir vita eflaust að blínis eru hefðbundnar rússneskar pönnukökur sem borðaðar eru með styrjuhrognum eða ódýrari kavíar. En Rússar borða auðvitað fleira en styrjuhrogn á blínis. Annað hefðbundið álegg með þessum pönnukökum er hunang, villt ber og smetena, sem líkist sýrðum rjóma. Hér má fræðast um sögu þessara litlu en skemmtilegu pönnukaka.

Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað öðruvísi, eins og að halda veislu með þessum frumlegu snittum, er um að gera að nota hugmyndaflugið og prófa að setja eitthvað spennandi ofan á þessar gómsætu litlu kökur.

Reyktur fiskur eins og lax eða silungur fer ákaflega vel á blínis. Vel fer á því að setja smá sýrðan rjóma ofaná. Fyrir þá ævintýragjörnu mætti bæta við rifnum radísum, niðursneiddum graslauk eða einhverju öðru skemmtilegu samanvið.

Annað fiskmeti sem á vel við blíni er síld. Ora býður upp á mikið úrval af síld sem hægt er að borða með blínis. Til dæmis hentar síld í hvítlaukssósu, maríneraða lauksíldin og sælkerasíldin afskaplega vel.

Blíni snitturÞeir sem hafa verið duglegir að týna sveppi í haust geta notað sér villisveppina sem álegg á blíni. Best er að smjörsteikja sveppina og setja á kökuna, og í raun óþarfi að bæta einhverju við bragðmikla sveppina. Þeir sem ekki hafa safnað sveppum geta auðvitað keypt þá þurrkaða í næstu matvöruverslun.

Áleggið á blínis þarf ekki að vera flókið. Sletta af sýrðum rjóma, fjórðungur af harðsoðnu eggi, fínt skorinn rauðlaukur og smá salt og pipar er herramannsmatur á blíni. Þeir sem kjósa eitthvað sætara geta skellt smá sýrðum rjóma og góðri sultu á kökurnar. Möguleikarnir eru eiginlega óþrjótandi.

Hér hjá Tertugalleríinu leggjum við metnað okkar í að bjóða upp á mjúkar og nýbakaðar blínis. Þær eru bakaðar að franskri fyrirmynd en eftir leyniuppskrift okkar. Kíktu á úrvalið og láttu freistast.

Birt í bakkelsi, þitt tilefni


Næsta

Fyrri