Fagnaðu útskriftinni með okkar aðstoð

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þó flestir tengi útskriftir og útskriftarveislur við vorið er alltaf stór hópur sem útskrifast úr framhaldsskólum og háskólum í lok árs. Gott er að undirbúa veisluna með fyrirvara enda yfirleitt nóg að gera við að undirbúa jólin í desember. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á mikið úrval af tertum  fyrir útskriftina.

Það eru stór tímamót í lífi fólks þegar það lýkur námi, hvort sem það er nám í grunnskóla, menntaskóla eða háskóla. Sjaldan er betri ástæða til að fagna en þegar námsmaðurinn hefur fengið prófskírteinið í hendur, enda þá verið að fagna dugnaði hans og þrautseigju í því að klára námið.

Það er hefð fyrir því að þeir sem hafa útskrifast úr menntaskóla komi með húfuna sína í útskriftarveislur. Þetta er gert til að sýna stúdentinum virðingu. Sé ár eða lengri tími liðinn frá útskrift gestsins á hann að taka hvíta kollinn af húfunni, enda er hann tákn nýstúdentsins.

Önnur hefð sem margir halda í heiðri er að bjóða upp á kransaköku í útskriftarveislunni. Við hjá Tertugalleríi bökum bæði venjulegar kransakökur og kransakörfu sem hentar í minni veislur. Þeir sem vilja vera tímanlega í undirbúningnum og eru til í að setja kökuna saman sjálfir geta keypt frosna og ósamansetta kransaköku snemma, skellt henni í frystinn og sett hana saman þegar veislan nálgast.

Til að allir fái nóg af kransakökunni góðu er gott að kaupa kransablóm til að bera fram með kökunni. Við bjóðum upp á fjórar mismunandi tegundir af þessum vinsælu kökum. Kransablóm með kokteilberjum eru klassísk, og sælkerarnir eiga erfitt með að standast kransablóm með súkkulaði. Hneturnar gefa kransablómum með valhnetum skemmtilegan keim, og þeir sem vilja bjóða upp á sem ferskastar veitingar ættu að prófa kransablóm með jarðarberjum.

Leyfðu okkur hjá Tertugalleríinu að létta þér lífið á þeim tíma árs sem mest er að gera hjá mörgum og sjá um terturnar fyrir útskriftarveisluna. Skoðaðu úrvalið á vefsíðunni okkar og sjáðu fyrir þér hvernig veislan þín getur orðið sem allra best.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →