Vandaðu valið á brúðarkjólnum og brúðartertunum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þeir sem ætla að ganga í það heilaga í sumar vinna að því hörðum höndum þessa dagana að því að gera brúðkaupið ógleymanlegt. Að mörgu þarf að huga. Það skiptir jafn miklu máli að vera í réttar brúðarkjólnum og hvers konar brúðartertum gestum er boðið upp á. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á mikið úrval af tertum fyrir brúðkaupsveisluna.

Margar konur óar við því að velja brúðarkjól sem þær eigi að klæðast þegar gengið er inn kirkjugólfið til þeirra heittelskaða (eða elskuðu) sem þar stendur. Úrvalið af fallegum brúðarkjólum er mikið.

Það hefur tíðkast um aldir að konur klæðist fallegum kjól á brúðkaupsdaginn. Fyrr á öldum var það hins vegar ekki algilt að konur klæddust hvítum kjólum og voru svartir og bláir kjólar algengir. En hvíti liturinn í brúðarkjólum táknaði á sínum tíma hreinleika og vísaði til Maríu meyjar.

Reyndar eru til heimildir um það að Englands—og Skotadrottningar hafi klæðst hvítu allt frá því á 15. öld. María Stúart Skotadrottning var sömuleiðis í hvítum kjól þegar hún gekk að eiga fyrsta eiginmann sinn árið 1565. Hvíti liturinn var sjaldséður á þessum tíma enda var hann notaður við önnur tilefni og öllu dapurlegri en brúðkaup. Hvíti liturinn var til dæmis litur syrgjenda í Frakklandi.

Það var ekki fyrr en um miðja 19. öld þegar Viktoría Englandsdrottning klæddist hvítum kjól þegar hún gekk að eiga Albert prins árið 1840 sem slík dress komust í tísku á Vesturlöndum.

Brúðarkjólar hafa átt það sammerkt í gegnum tíðina að vera sérstakir. Þetta eru yfirleitt fínustu kjólarnir í fataskápnum og iðulega notaðir aðeins einu sinni.

Fyrirtækið Alfredo Angelo í Flórída í Bandaríkjunum er einn helsti framleiðandi brúðarkjóla og fylgihluta í heimi. Fyrirtækið var stofnað árið 1934 og leggur orðið línurnar í brúðarkjólatískunni.

En það er fleira en brúðarkjólarnir sem þarf að velja fyrir stóra daginn. Það er ekki síður mikilvægt að næra og gleðja gestina í brúðkaupsveislunni með góðum veitingum.

Það er mikilvægt að hnýta alla lausa enda fyrir stóra daginn og velja réttu brúðartertuna fyrir brúðhjónin til að skera saman við borðhaldið að loknum aðalréttinum.

Við mælum með því við brúðhjón að þau kíki við hjá okkur í Tertugalleríinu og skoði úrvalið hjá okkur af tertum og kransakökum fyrir brúðkaupsveisluna.

Munið að val á tertu er hluti af skipulagningu brúðkaupsins. Það skiptir líka máli að panta terturnar í veisluna með góðum fyrirvara.

Fáið ykkur tertu frá Tertugalleríinu í tilefni dagsins eða þegar þið viljið rifja upp brúðkaupið ykkar.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →