Fagnið sumrinu með tertusneið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumardagurinn fyrsti er á næsta leiti. Fátt er skemmtilegra en að fagna lóusöng að sumri og hækkandi sól. Það má gera með gómsætri tertu frá Tertugalleríinu.

Sumardagurinn fyrsti er ætíð annar fimmtudagur á eftir Leonisdegi, sem er 11. apríl ár hvert, eða fyrsti fimmtudagur eftir 18.apríl. Hann er því í fyrsta lagi 19. apríl en í síðasta lagi 25.apríl en nú ber hann upp þann 23.

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir sumardaginn fyrsta hluta af misseristalinu sem hefur tíðkast hér á landi frá landnámi þegar árinu var skipti í tvennt, sumarhelming og vetrarhelming.

Sumardagurinn fyrsti er stór dagur í hugum Íslendinga

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur telur daginn hafa lengi skipað stóran sess í hugum landsmanna. Jafnvel hafi hann verið svo stór að á öldum áður hafi menn jafnvel litið á sumardaginn fyrsta sem upphaf ársins.

Árni færir þau rök fyrir kenningu sinni á Vísindavef Háskóla Íslands um sumardaginn fyrsta að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum. Það hafi verið í samræmi við tímatal sem Íslendingar komu sér upp áður en rómverska tímatalið barst hingað til lands og varð virkt eftir stofnun biskupsstóls hér á landi um miðja 11. öld.

Árni segir tímatal Íslendinga hafa verið einstakt í heiminum. Stofnun Alþingis snemma á 10 öld fól í sér að landsmenn tóku upp samfélagsreglur. Árni telur að í kjölfarið hafi Íslendingum líklega þótt nauðsynlegt að hafa eitthvert sameiginlegt tímaviðmið og því hætt að nota tímatal sitt.

Fögnum sumarkomu með gjöfum og tertum

Tímatal Íslendinga var einstakt og tíðkaðist að gefa gjafir á fyrsta degi sumars í 400 ár áður en jólagjafir tóku við. Enn tíðkast að gefa sumargjafir.

Gaman er að fagna komu sumarsins. Það er við hæfi að gera með því að fá sér gott í gogginn. Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman nokkrar tillögur að tertum sem eru tilvaldar fyrir þennan góða dag.

Við mælum sérstaklega með banana- og kókosbombunni sem er algjör sumarsmellur. Skoðaðu úrvalið af sumardagstertum og smakkaðu á góðgætinu.

Athugið að afgreiðsla Tertugallerís í Skeifunni 19 er opin frá kl. 8-12 á sumardaginn fyrsta.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →