Fáðu þér vegan veitingar um hátíðarnar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríi Myllunnar eru með gómsætt úrval af vegan smurbrauði og snittum sem eru tilvaldar í jólaboðin yfir hátíðarnar.

Fátt er vinsælla í veislum og boðum en brauðtertur. Við bjóðum upp á brauðtertur í tveimur stærðum, þ.e.a.s. 30-35 manna og 16-18 manna. Þær brauðtertur sem hafa virkilega slegið í gegn og komið vel á óvart eru vegan brauðterturnar okkar. Um er að ræða tvær tegundir af vegan brauðtertum, annars vegar brauðterta með tómat og basil hummus og hins vegar brauðterta með hvítlauks hummus. Brauðterturnar eru að sjálfsögðu í ljúffengu vegan brauði og eru einstaklega litríkar og fallegar.

Brauðtertan með tómat og basil hummus er einstaklega falleg, með rauðu pestó, ferskjum, rauðlauk, ólívum, salati, salti og pipar. Brauðtertan er síðan skreytt með papríku, gúrkum og tómat.

Brauðtertan með hvítlauks hummus er með grænu pestói, perum, rauðlauk, sólþurkuðum tómötum, döðlum, apríkósum, salati, salti og pipar, skreytt með papríku, gúrkum og tómat.

Við bjóðum einnig upp á ljúffengar vegan snittur og vegan smurbrauð að dönskum hætti. Skoðaðu allar okkar vegan veitingar með því að smella hér!

Njóttu aðdraganda jólanna og minnkaðu allt óþarfa stress, pantaðu veitingarnar frá Tertugalleríinu.

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar: 
Þorláksmessa, 23. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Aðfangadagur, 24. des: lokað
Jóladagur, 25. des: lokað
Annar í jólum, 26. des: lokað
Föstudagur 27. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Laugardagur 28. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Sunnudagur 29. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Mánudagur 30. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Gamlársdagur, 31. des: lokað
Nýársdagur 1.jan: lokað


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →