Októberfest innandyra og bollakökur?

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Það er orðið æði stutt í október en þá halda Þjóðverjar svokallað Oktoberfest sem reyndar er svo vinsæll viðburður að hann teygir sig orðið um allan heim og jafnvel út fyrir október. Við Íslendingar höfum nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að veðurfarslega henti betur að halda októberfest á Íslandi í september.

En, það margt skemmtilegt sem tengist Oktoberfest annað en bara bjór, saltkringlur, leðurbuxur og bæverskir kjólar - þótt við komum aftur að saltkringlunum hér síðar.

Hátíðin hefur verið haldin í rúmlega tvö hundruð ár og upprunalega þemað er tengt hestakeppni sem var haldin af tilefni konungslegs brúðkaups árið 1810.

Þá var slegið upp veislu og þótti hún svo vel heppnuð að pressað var á að halda sambærilega veislu árlega. Það var síðan árið 1819 þegar ljóst var að viðburðurinn aflaði slíkra vinsælda og tekna að hann var orðinn fastur sess í Munchen, með tilheyrandi ölþambi og búningum.

En þá aftur að Íslandi. Í október ganga vanalega haustlægðirnar yfir landið og því er kannski betra að huga að viðburðum sem eru innandyra. Þá hentar nefnilega ljómandi vel að halda vinnustaðaveislur eða bjóða góðum vinum heim og hafa örlítið öðruvísi október veislu.

Og það er einmitt þar sem við hjá Tertugalleríinu komum inn því við getum útvegað ýmislegt í heima-októberfest, m.a. okkar gómsætu brauðsalöt og ekki síst bollakökur en þær eru nefnilega þrælgóðar fyrir októberfest þema því það eina sem þarf að gera til að búa til réttu stemmninguna er að stinga litlum saltkringlum í súkkulaði bollakökur og þú ert komin með fyrirtaks skraut á borðið sem er bragðgott líka. Og bollakökur færðu auðvitað í úrvali hjá okkur.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →