Fréttir

Nýr vefur Tertugallerísins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nýr og tæknilega fullkominn vefur Tertugallerísins er kominn í loftið. Þetta er snjallvæddur vefur og geta viðskiptavinir Tertugallerísins með fáeinum smellum gert flest það sem þeir vilja í gegnum vefinn; pantað tertur fyrir hin ýmsu tilefni og viðburði, sent inn myndir og texta á terturnar og greitt fyrir þær.

Lestu meira →

Bollakökur með mynd henta við flest tilefni

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það þarf ekki alltaf sérstakt tilefni til að fá sér eitthvað gott með kaffinu. Það getur verið sérstaklega gaman að bjóða upp á bollakökur, hvort sem er heima við, í sumarbústaðnum eða í kaffinu í vinnunni. Það toppar fátt gómsætt karamellubragðið með smjörkreminu á bollakökunum frá okkur í Tertugalleríinu. Verðið mun koma þér á óvart.

Lestu meira →

Verðbreytingar hjá Tertugallerí vegna virðisaukaskattsins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Neðra þrep virðisaukaskatts á matvöru hækkaði úr 7% í 11% nú um áramótin. Tertugallerí hefur á undanförnum árum haldið verðhækkunum í lágmarki en kemst ekki hjá því að bregðast við að þessu sinni.

Lestu meira →

Bónorð um áramót og brúðkaup á nýju ári

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Um áramót tíðkast að líta yfir farinn veg og taka ákvarðanir um framhaldið. Sumir strengja áramótaheit, en aðrir nota tækifærið og taka stórt skref í sambandi sínu við maka sinn og bera upp bónorðið. Það er ástæðulaust að mikla fyrir sér vinnu við undirbúning brúðkaupsins, sérstaklega ef brúðhjónin verðandi fá okkur hjá Tertugalleríinu til að baka brúðkaupstertuna og annað góðgæti.

Lestu meira →

Gefðu viðskiptavini þínum gjöf

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Aðfangadagur nálgast óðfluga og margir stjórnendur fyrirtækja farnir að huga að því hvernig hægt er að koma viðskiptavinum þeirra og samstarfsfólki á óvart með óvæntum glaðningi. Kransablóm með súkkulaði frá Tertugalleríinu eru fyrirtaks tækifærisgjöf hvort heldur er í skóinn, í pakkann eða með aðventukaffinu.

Lestu meira →