Styttist í útskrift í útskriftarveislu á þínu heimili?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þó svo að fermingartímabilið sé ekki liðið hjá,  styttist óðum í útskriftartímabilið. Ef þið eruð að skipuleggja útskriftarveislu og eruð að huga að veisluveigunum, þá sérstaklega að brauð- eða smáréttum þá mælum við með klassísku og bragðgóðu brauðtertunum sem slá alltaf í gegn hjá veislugestum.

 

Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- eða rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar í 16-18 manna eða 30-35 manna stærðum.

Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, annars vegar með skinku og aspas fyllingu og hins vegar með pepperoni fyllingu.

Við erum einnig með frábært úrval af snittum, kokteilsnittum og tapassnittum sem eru hver annarri gómsætari og eru þægilegar til framreiðslu. Lágmarkspöntun eru sex snittur sömu tegundar og þær snittur sem við bjóðum upp á eru roastbeefsnittarækjusnittatapassnitta með tapasskinku og camembertostitapassnitta með hunangsristaðri skinku og piparosti og tapassnitta með hunangsristaðri skinku og paprikuosti.

Ekki heldur má gleyma að minnast á sælkerasalötin okkar sem koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinku-, túnfisk- eða rækjusalat. Þau eru tilvalin á veisluborðið með alls konar kexi eða hreinlega með fersku niðurskornu grænmeti til að dýfa í.

Þú getur skoðað úrvalið af ljúffengum tertum og öðrum veisluveigum hér!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar útskriftarveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímanlega. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla