Skírn

Kynntu þér úrvalið af skírnartertum frá Tertugalleríinu. Þessi fyrsta stórveisla sem haldin er fyrir nýjan einstakling markar upphafið að óskrifaðri framtíð. Framtíð sem er björt og full af upplifunum.

Gómsæt, girnileg skírnarterta er fallegt á veisluborðið og sérlega á þessum merkisdegi. Bættu við klassískum brauðtertum eða gómsætu og gullfallegu smurbrauði að dönskum hætti. Maður gerir allt fyrir nýja fjölskyldumeðliminn.  Láttu hugarflugið ráða för.

Best er að sækja Marsípantertu sama dag og til stendur að bera hana fram. Til að tryggja góð gæði er best að hafa Marsípantertuna í kassanum sem hún kemur í. Rétt er að benda á að ekki er ráðlegt að geyma þær úti þar sem þær þola ekki mikinn raka. Það er alltaf hætta á því að hitastig sveiflist sem hefur áhrif á gæði Marsípantertunnar.

Skírnartertur Tertugallerísins eru glæsilegar gæðatertur á góðu verði. Skoðaðu og pantaðu.