Af hverju kleinuhringir eru ekki bara fyrir lögregluþjóna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Kleinuhringir njóta þess heiðurs að vera uppáhalds kaffimeðlæti amerískra lögregluþjóna en á Íslandi eru kleinuhringir ekki hversdagsmatur heldur góðgæti ætlað til upplyftingar eða tilbreytingar.

Tertugallerí býður litla kleinuhringi sem eru tilvaldir til að gleðja vinnufélagana eða fjölskylduna. Þeir eru með karamellu glassúr og annað hvort súkkulaðiperlum eða lakkrís og koma 30 saman í kassa.

Það er annars gaman að segja frá því að það er eðlileg ástæða fyrir því að amerískir lögregluþjónar eru tengdir við kleinuhringi. Ástæðan er sú að lögregluþjónar vinna vaktavinnu en framan af var ekki mikið af fljótlegum mat í boði utan hefðbundins afgreiðslutíma veitingastaða. Á árunum eftir seinni heimstyrjöldina var hinsvegar nóg til af kaffistöðum sem voru opnir á óguðlegum tímum og á þeim fengust kleinuhingir. Lögreglan sótti því í þessa staði til að halda sér vakandi á næturvöktum.

Með fallega kleinurhingi að vopni er að hægt brjóta ísinn á hvaða fund sem er eða einfaldlega gleðja vinnufélaga í eftirmiðdagskaffi með óvæntum glaðningi.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →