Ert þú búin(n) að skipuleggja sunnudaginn fyrir konurnar í þínu lífi?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sunnudagurinn 19. febrúar (núna á sunnudaginn) er fyrsti dagur Góumánaðar sem hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld. Á þessum degi er svo sannarlega við hæfi að gleðja konurnar í þínu lífi með einum eða öðrum hætti, hvort sem um ræðir ömmur, mömmur, systur, dætur, frænkur, vinkonur, kærustu, unnustu eða eiginkonu. Konurnar í lífi þínu geta komið úr margvíslegum áttum og átt sérstakan stað í hjarta þínu.

Við hjá Tertugalleríinu viljum liðsinna þér við að gleðja konurnar í þínu lífi.

Við bjóðum upp á gott úrval af allskyns góðgæti með konudagskaffinu. Skoðaðu úrvalið okkar af brauðtertum og rúllutertubrauðum. Af brauðtertum bjóðum við upp á sex mismunandi tegundir og þar á meðal eru tvær vegan. Hægt er að fá brauðterturnar í tveimur stærðum, fyrir 16-18 manns og fyrir 30-35 manns. Þá er fátt vinsælla en okkar rúllutertubrauð. Við bjóðum þér tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.

Franska súkkulaðitertan eða marengsterturnar eru tilvaldar með kaffinu á konudaginn, ásamt þeim smástykkjum vinsælu sem við bjóðum þér. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina og pantaðu þér veitingarnar frá Tertugalleríinu.

Pantaðu í dag

Afgreiðslufrestur á virkum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →