Fagnaðu Menningarnótt með veisluveigum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu. Þetta er ein af fjölsóttustu hátíðum landsins og hafa um 100.000 manns mætt á hátíðina á hverju ári síðustu ár og margir leggja hönd á plóg til að gera Menningarnótt sem glæsilegasta.

Í ár er Menningarnótt í Reykjavík laugardaginn 19. ágúst og við hjá Tertugalleríinu leggjum okkur fram um að fólk njóti lífsins og viljum liðsinna þeim sem vilja bjóða upp á ljúffengar veisluveigar. Við höfum tekið saman tillögur að einstaklega menningarlegum tertum ásamt öðrum veisluveigum sem tilvalið er að bjóða upp á Menningarnótt.

Við mælum með klassísku og bragðgóðu brauðtertunum sem slá alltaf í gegn hjá veislugestum. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á þrjár mismunandi tegundir af brauðtertum með skinku-, túnfisk- og rækjum. Það er hægt að fá brauðterturnar 16-18 manna, eða 30-35 manna.

Rúllutertubrauðin okkar eru líka vinsæl og er sérstaklega hentugt að bjóða upp á þau samhliða brauðtertunum. Við bjóðum upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperoni fyllingu.

Franska súkkulaðitertan okkar slær alltaf í gegn sama hvar hún er borin fram. Þessi þétta, mjúka súkkulaðiterta er einstaklega bragðgóð og er skreytt með ljúffengu súkkulaðigeli, ferskum bláberjum og jarðarberjum og er fyrir 15 manns.

Gulrótartertan okkar er sígild sem hentar flestum tilefnum og er iðulega eftirlæti margra sælkera. Hún er frábær á veisluborðið því hún er ljúffeng og bragðgóð að ómögulegt er að standast hana.

Gulrótartertan okkar er gerð úr gulrótartertubotni, rjómaostakremi og er fallega skreytt með appelsínugulum súkkulaðispæni og kemur í ýmsum stærðum og útfærslum. Hægt er að panta 15 manna gulrótartertu, en einnig í stærri sölueiningum og kemur tertan skorin í sneiðar og tilbúin beint á veisluborðið þitt. Hægt að skera tertuna í 40, 60 og 80 sneiðar.

Þú finnur góða meðlætið hjá Tertugalleríinu. Þú getur skoðað allar okkur veisluveigar hér!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum því ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.

 

 

 

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →