Sólarkaffi haldið hátíðlega síðan 1945

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er oft mikil spenna í loftinu fyrir vestan þegar sólin baðar sig í hlíðum fjalla og inn fallega firði en siður að fagna fyrstu sólargeislunum hefur verið tekinn upp víða um land, reyndar á dálítið mismunandi dagsetningum eftir því hvað firðirnir eru djúpir. Á mölinni er þessi siður ekki eins vel þekktur enda nýtur þar dagsbirtu allan ársins hring. En margir aðfluttir til borgarinnar halda í þennan góða sið að hafa sólarkaffi með sínum átthagafélögum, og í raun er ekkert því til fyrirstöðu að samgleðjast og fagna því að sól fer hækkandi á lofti. Sólinni hefur enda verið fagnað í margar aldir. Á slíkum mannamótum er tilvalið að gera sér dagamun.

Við hjá Tertugallerínu fögnum þessum tímamótum með landsmönnum enda gleðiefni að sjá fyrstu sólargeislanna á nýju ári.

Við mælum með fallegu og gómsætu súkkulaði- eða marsípantertunum frá okkur þar sem hægt er að setja fallega mynd með af sólinni, af vinum og eða allri fjölskyldunni eða bara fallegan texta sem kætir veislugestina.

Brauðtertunar eru líka ómissandi fyrir svona stórfögnuð. Við bjóðum upp á sex mismunandi tegundir af brauðtertum og þar á meðal tvær vegan brauðtertur. Skoðaðu úrvalið hjá okkur og pantaðu tímanlega!

Pantaðu tímanlega 
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur að eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímanlega.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →