Fréttir — Pantið tímanlega

Skipulag fyrir stóra daginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Brúðkaup er án efa einn stærsti dagur í lífi allra para. Brúðkaupsdagurinn er oftast skipulagður marga mánuði fram í tímann og allir lausir endar hnýttir því allt þarf að vera á sínum stað. Að mörgu þarf að hyggja og umstangið getur verið mismikið, því allt fer það eftir því tilstandi sem tilvonandi brúðhjón ætla að hafa. Það er líka þörf að ræða tímabilið sem einkennir aðdragandann að stóra deginum, sem getur valdið auka álagi. Við hjá Tertugalleríinu teljum mikilvægt að hefja undirbúning tímanlega. Því meiri tími sem lagður er í undirbúninginn því betra verður skipulagið. Við vitum líka að það...

Lestu meira →

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu viljum alltaf bjóða upp á ferskar og bragðgóðar vörur á veisluborðið þitt þannig að þú og gestir þínir fáið að upplifa okkar bestu gæði. Við leggjum því þunga áherslu á að tertur, eins og ferskar matvörur, eru bestar þegar þær eru nýjar – semsagt alveg nýbakaðar. Allar tertur Tertugallerísins eru ferskvörur sem þýðir að þær eru bakaðar sama dag og afhending fer fram, svo þeirra megi njóta þegar þær eru ferskastar og með mestu gæðin fyrir bragðlaukana. Þetta á líka við um brauðterturnar og aðrar brauðvörur frá Tertugalleríinu, því staðreyndin er sú að ferskt brauð í brauðtertum...

Lestu meira →

EFTIRFARANDI DAGAR ERU FULLBÓKAÐIR OG LOKAÐ ER FYRIR PANTANIR

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

AFGREIÐSLUTÍMAR TERTUGALLERÍS & PANTANIR Mánudagur til og með fimmtudegi: Pantanir þarf að staðfesta með greiðslu fyrir kl. 14:00 á mánudögum til og með fimmtudögum ef vara á að afhendast daginn eftir. Pantanir sem eiga að afhendast á mánudegi þarf að staðfesta með greiðslu fyrir kl. 14 á föstudögum. Laugardagur og sunnudagur: Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að staðfesta pöntun með greiðslu fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Tímamörkin eru með fyrirvara um að ekki sé þegar lokað fyrir pantanir vegna anna.   PANTAÐU TÍMANLEGA FYRIR FERMINGUNA Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum...

Lestu meira →

Silkimjúkar Mini Nutellakökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að okkar mati er alltaf tilefni til að fagna og gera sér dagamun og fá tækifæri í leiðinni til að gleðja þá sem eru í kringum okkur. Það gæti því verið ráðlagt að panta Mini Nutellakökur og bjóða í léttar veitingar til að fagna hversdagsleikanum. Mini Nutellakökurnar okkar eru klassískar og gómsætar og koma 20 stykki saman í kassa. Litlu kleinuhringirnir okkar passa reyndar fullkomlega með Mini Nutellakökunum og eru með karamellu glassúr og súkkulaðiperlum eða lakkrís eða brúnum glassúr með súkkulaðiperlum eða lakkrís og koma 30 saman í kassa. Pantaðu tímanlega Við mælum eindregið með því að þið pantið...

Lestu meira →

Hvernig veislu vill fermingarbarnið bjóða til?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu höldum áfram að skrifa greinar um fermingar og þeim undirbúningi sem fylgir. Í okkar fyrstu grein fjölluðum við um aðdragandann að fermingunni og kosti þess að viðhafa gott skipulag í undirbúningum, þannig að fermingarbarnið og fjölskyldan fengu að njóta saman í ró og næði þegar nær dregur að fermingardeginum. Í seinni grein héldum við áfram að leiðbeina fermingarbarninu og fjölskyldunni og fjölluðum við ítarlega um hversu mikið magn á að panta fyrir fermingarveisluna ef ætlunin er að hafa kaffihlaðborð, því það getur oft verið vandasamt að áætla hversu mikið magn skal panta. Að þessu sinni tökum við...

Lestu meira →