Fréttir — smástykki

Fagnaðu alþjóðlega hamingjudeginum með smástykkjum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tekur ákvörðun um að ákveðnir dagar, vikur, ár og jafnvel áratugir skuli helgaðir tilteknum málefnum á vettvangi samtakanna. Hamingja er grundvallarmarkmið mannsins og er alþjóðadagur hamingjunnar tilvalin dagur til að njóta hamingjunnar. Frá árinu 2013 hafa Sameinuðu þjóðirnar haldið upp á þennan jákvæða dag sem leið til að viðurkenna mikilvægi hamingju í lífi fólks á heimsvísu. Miðvikudagurinn 20. mars er alþjóðlegi dagur hamingjunnar og hvetja Sameinuðu þjóðirnar einstaklinga á hvaða aldri sem er, ásamt öllum kennslustofum, fyrirtækjum og stjórnvöldum að taka þátt í deginum. Af tilefni þessa dags viljum við hjá Tertugalleríinu hvetja alla til að fagna...

Lestu meira →

Ekki gleyma konudeginum!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sunnudagurinn 25. febrúar er fyrsti dagur Góumánaðar sem hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld. Á þessum degi er venjan hjá mörgum að gleðja konurnar í sínu lífi með einum eða öðrum hætti, hvort sem um ræðir ömmur, mömmur, systur, dætur, frænkur, vinkonur, kærustu, unnustu eða eiginkonu. Konurnar í lífi þínu geta komið úr margvíslegum áttum og átt sérstakan stað í hjarta þínu. Við hjá Tertugalleríinu viljum liðsinna þér við að gleðja konurnar í þínu lífi og mælum með að keypt séu blóm en ekki síður eitthvað sætt og ljúft. Við bjóðum upp á gott úrval af...

Lestu meira →

Ekki gleyma nestinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á Íslandi eru fjölmargir virkir fjalla- og gönguhópar þar sem útivera, gleði og skemmtilegur félagsskapur er sameiginlegt áhugamál þeirra sem þá stunda. Þeir snúast yfirleitt um reglulegar göngur, heilsueflingu og góða samveru og hópurinn er yfirleitt breiður og fjölbreyttur. Hóparnir geta ýmist verið að taka léttar göngutúra eða farið í lengri gönguferðir út fyrir borgarmörkin eða jafnvel upp á hæstu tinda. Það sem virðist skipta mestu máli er að fólk komi og taki þátt í félagsskapnum. Raunin virðist vera sú að einstaklingar finna sér hóp sem henta sínum þörfum og þegar rétti hópurinn er fundinn virðist oft vera erfitt að...

Lestu meira →

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veisluveigar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta. Þegar góða veislu gjöra skal erum við hjá Tertugalleríinu ávallt tilbúin að liðsinna þér. Hjá okkur...

Lestu meira →

Fagnaðu degi íslenskrar tungu með súkkulaðitertu!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Dagur íslenskrar tungu rennur upp fimmtudaginn 16. nóvember næstkomandi. Markmið dags íslenskrar tungu er að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og gleðjast og fagna sögu hennar, samtíð og framtíð. Þann dag eru veittar viðurkenningar og verðlaun fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða, auk þess er dagurinn einn fánadaga Íslands. Dagur íslenskrar tungu á rætur sínar að rekja til haustsins árið 1995. Þá lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Hver var Jónas Hallgrímsson?...

Lestu meira →